10 bestu / Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir, forsetaeinkunn Berklee S7 E3

Asgeir Olafsson Lie - Podcast - Een podcast door Podcast Stúdíó Akureyrar

Categorieën:

Birna hlaut á dögunum forsetaeinkunn þess virta skóla Berklee.  Hún segir okkur hvernig var að alast upp á Grenivík þaðan sem hún er ættuð og samskipti sín við fjölskyldu og annað.  Megnið af þættinum fjallar um það hvernig lítil stelpa sem elst upp í smábæ ákveður að ,,fresta alsælunni" eins og hún orðar það svo skemmtilega, eða leggja til hliðar og fórna fyrir þann stað sem hún er komin á í dag.  Aðeins 21 árs gömul hefur hún áorkað miklu.  Hún stofnaði samtök fyrir ,,Confident women in music" vegna þess að henn þótti stöllur sínar og hún sjálf ekki nógu góðar að trana sér áfram og héldu allt of oft að sér frekar en að opna á flóðgáttir sínar og leyfa þessu bara að streyma. Hún segir okkur frá því hvernig það er að nema erlendis í slíkum skóla sem Berklee er og hvað þarf til að komast þangað inn. En ... ég segi sjálfur eftir að hafa hlustað á hana tala í þessa tvo tíma að þetta sé SKYLDUÁHLUSTUN fyrir hvern þann sem þarf á drifkrafti að halda í því sem hann eða hún er að taka sér fyrir hendur og langar að bæta.  Þetta er þáttur þar sem foreldrar ættu að setjast niður með börnum sínum og hlusta á hana tala.  Þú verður ekki svikinn af þessum þætti sem er bæði fullur af fróðleik og skemmun ásamt því að þú gætir tekið eitthvað með þér inn í líf þitt. Þetta er þannig þáttur. Takk fyrir að hlusta!