27. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn 2021
Á mannauðsmáli - Een podcast door Á mannauðsmáli
Categorieën:
Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er 20. maí 2021. Í samstarfi við Mannauð, félags mannauðsfólks á Íslandi er þátturinn því með aðeins öðruvísi sniði en vanalega en hann er sérstaklega tileinkaður þessum degi. Ég fékk til mín alveg frábæra gesti sem allir eiga það sameiginlegt að starfa við mannauðsmál og eru núverandi og fyrrverandi formenn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi en það eru Ásdís Eir sem er núverandi formaður félagsins, Ketill Berg, Dröfn, Ella Sigga og Brynjar Már. Í þættinum ræðum við meðal annars hverjar eru helstu áherslur í mannauðsmálum í dag og hvert þróun í mannauðsmálum mun leiða okkur næstu árin. Einnig er hægt að nálgast vidjó útgáfu af þessum þætti á heimasíðu félagsins, mannaudsfolk.is. Mæli með að kíkja á það, við svínlúkkum öll í stúdíóinu hjá Akademias :) Þátturinn er í boði Akademias, Alfreð, 50skills og Moodup.