Pétur Örn

AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! - Een podcast door Hlynur Ben

Categorieën:

Pétur Örn Guðmundsson, tónlistarmaður og leikari, er gestur minn í þessum öðrum þætti af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK!Hann er með eindæmum fjölhæfur og hefur komið fram í söngleikjum eins og Evita, Stone Free, Hárinu og auðvitað Jesus Christ Superstar. En í þeim síðast nefnda fór hann með hlutverk hins eina sanna Jesú Krists. Það var árið 1995 og síðan þá hefur Pétur oftar en ekki verið kenndur við þennan sívinsæla guðs son.Hann poppar með Buff, rokkar með Dúndurfréttum, hefur komið fram í sjónvarpsþáttum eins og Það var lagið og Björn og félagar, er margfaldur Eurovision-fari og hefur samið og gefið út helling af frábærri tónlist.Það var ýmislegt sem bar á góma í þættinum, enda stórskemmtilegt að spyrja Pétur spjörunum úr. Hann hljóp úr miðju partýi í áheyrnarpurfur hjá Baltasar Kormáki og Jóni Ólafs, kallaði Hemma Gunn "pabba", fékk röddina og Jesú-nafnið í arf frá alvöru pabba sínum, Guðmundi Benediktssyni. Við heyrum hvernig Buff bjargaði gömlum grínsketsum frá glötun á síðustu stundu, hvernig hljómsveitin Dúndurfréttir var stofnuð af sjálfsbjargarviðleitni á gamla Gauki á Stöng og fullt af fleiri skemmtilegum sögum af lífshlaupi og tónlistarbrölti Péturs í gegnum tíðina.Hér er svo linkur á Spotify playlista sem geymir allskonar tónlist sem tengist spjallinu okkar í þættinum: https://open.spotify.com/playlist/1u4bygjv8CIoz4DtX7CSMh?si=pIVjPNQiScqH1sA9eKi7FAwww.hlynurben.net