Stefanía Svavars
AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! - Een podcast door Hlynur Ben
Categorieën:
Stefanía Svavarsdóttir er gestur minn í fimmta þætti hlaðvarpsins AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK!.Þessi magnaða söngkona á að baki ótrúlegan feril þrátt fyrir ungan aldur. Hún sigraði á sínum tíma söngvakeppni Samfés og athyglin sem því fylgdi leiddi hana í eina ástsælustu hljómsveit íslenskrar poppsögu. Stefanía hefur komið fram í ótal söngsýningum (Meat Loaf, ABBA, Spice Girls, Skonrokk o.fl.) og gert það gott í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún kennir stjörnum framtíðarinnar í Söngskóla Maríu Bjarkar og er sem stendur að vinna að sinni fyrstu sólóplötu.Í þættinum fáum við að heyra af því hvernig unglingahljómsveitin sem hún var í var sífellt ráðin í fimmtugs- og sextugsafmæli því þau spiluðu svo gamla tónlist, Jóhanna Guðrún kynnti hana óbeint fyrir erlendum dívum, hún vafraði um dalinn á Þjóðhátíð með hvítvínsbelju og stútfulla möppu af textum með gítargripum, passaði að missa ekki kúlið á MSN á sínum tíma, borðaði hamborgara með Jónsa (Í Svörtum Fötum), nennir alls ekki að horfa á grindverk Hollywood stjarnanna og syngur hástöfum í bílnum á rauðu ljósi.Stefanía segir okkur líka hvað gerist þegar nokkrar dívur fara saman í Kareoke, hvernig hún hefur lært að standa með sjálfri sér, hvað það er gaman að syngja allt frá þungarokki yfir í píkupopp og hvernig hún endaði sem söngkona í Stuðmönnum.Þetta og svo margt, margt, margt fleira í AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK!Hér er svo linkur á Spotify playlista sem geymir allskonar tónlist sem tengist spjallinu okkar í þættinum: https://open.spotify.com/playlist/2yGpNLyRSR7B2ZXb8oMuxw?si=0dimr7-UTxWO56IVoY3-rAwww.hlynurben.net