Sprengisandur 07.03.2021 - Viðtöl þáttarins
Bylgjan - Een podcast door Bylgjan
Categorieën:
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Haraldur Benediktsson alþingismaður og Kristrún Frostadóttir hagfræðingur um efnahagsmál en Kristrún segir þróun á eignamarkaði hafa verið með öllu fyrirsjáanleg. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og alþingismaður um jarðhræringar á Reykjanesinu en hann segir líkur á eldgosi verulegar miðað við núverandi stöðu. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull um Ísland eftir Covid en skortur virðist vera á opinberri iðnaðarstefnu. Erna Bjarnadóttir um rannsókn krabbameinssýna en hún segir rannsókn krabbameinssýna eigi best heima hér á landi.