Sprengisandur 16.03.2025 - Viðtöl þáttarins
Bylgjan - Een podcast door Bylgjan

Categorieën:
Kraftmikil umræða um pólitíkina og landsmálin í umsjón Kristjáns Kristjánssonar. Magnús Gottfreðsson prófessor og yfirlæknir, sérfræðingur í smitsjúkdómum, ræðir um Covid-19 veiruna. Í dag eru 5 ár frá því fyrsta samkomubannið tók gildi. Voru viðbrögðin rétt á sínum tíma, hvaða lærdóm má draga af heimsfaraldrinum? Ingibjörg Isaksen og Kolbrún Baldursdóttir, alþingismenn, ræða leiðir til að koma til móts við vanda barna með alvarlegan og fjölþættan vanda í kjölfar frétta undanfarinna vikna. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra fer yfir stöðu efnahagsmála og sýn sína á ríkisfjármálin á næstunni. Hann segir að strangt aðhald verði í komandi fjármálaáætlun. Vilhjálmur Árnason alþingismaður, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður, fyrrverandi formaður sömu nefndar ræða pólitísk tíðindi, m.a. vantraust menntamálaráðherra á dómskerfinu en ekki síst verksvið nefndarinnar sem ætlar að taka fyrir erindi utan úr bæ í svokölluðu byrlunarmáli.