Sprengisandur 17.01.2021 -Tjáningarfrelsið, Búsáhaldabyltingin, pólitík samtímans og áhrif Trump á alþjóðamálin
Bylgjan - Een podcast door Bylgjan
Categorieën:
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Jón Ólafsson prófessor við HÍ og Auður Tinna Aðalbjarnardóttit ræða um tjáningarfrelsið og velta fyrir sér hvort breyta þurfi regluverki samfélagsmiðla í ljósi þess að Twitter úthýsti Trump af miðlinum. Jón Gunnarsson alþingismaður og Margrét Tryggavadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingiskona ræða um búsáhaldabyltinguna og innrásina í bandaríska þinghúsið, en margt virðist í fljótu bragði líkt með þessum tveimur sögulegu atburðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins takast á um pólitík samtímans en langsótt virðist að flokkar þeirra geti lagst undir eina sæng. Í lok þáttar veltir Kristján Guy Burgess fyrir sér hvaða áhrif Trump hefur haft á alþjóðamálin.