Sprengisandur 26.06.2022 - Viðtöl þáttarins
Bylgjan - Een podcast door Bylgjan
Categorieën:
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus fjallar um allskonar íslensku og hvort hún eigi alltaf við, líka í ávarpi fjallkonunnar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og varaþingmaður takast á um réttu leiðina í landbúnaðarmálum á styrjaldartímum. Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS takast á um eðlilegt afgjald fyrir aðgang að sjávarauðlindinni - er það 40 milljarðar, 60 milljarðar eða margfalt minna? Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi verður síðasti gestur minn. Eins og stundum áður ræðum við hlutskipti barna í Reykjavík sem þurfa á sérstakri þjónustu að halda.