Sprengisandur 7.2.2021 - Viðtöl þáttarins
Bylgjan - Een podcast door Bylgjan
Categorieën:
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Jón Ólafsson prófessor við HÍ fjallar um Rússland og Navalny, en hann segir áhrif hans fara vaxandi. Ólafur Ísleifsson alþingismaður, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir alþingiskona og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögmaður um útlendingamál en í spjallinu kemur fram sú skoðun að Evrópa beri ábyrgð á svokölluðum kirkjugarði hælisleitenda. Pawel Bartoszek og Eyþór Arnalds borgarfulltrúar um Sundabraut og borgarlínu en minnihluti í borgarstjórn kallar eftir rekstraráætlun fyrir borgarlínu. Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður um stöðu smærri og millistórra fyrirtækja en hann gagnrýnir að ríkið noti almannafé til að tryggja eignarhald á fyrirtækjum.