#113 Hin djöfullega skelfing
Draugar fortíðar - Een podcast door Hljóðkirkjan - Woensdagen
Categorieën:
Á fyrrihluta níunda áratugar reið einkennilegt fár yfir Bandaríkin. Foreldrar, forráðamenn og kennarar unglinga þóttu greina þess augljós merki að myrkrahöfðinginn sjálfur væri að ná tökum á þeim. Það þóttist sjá greinileg merki um fórnarathafnir og aðrar myrka starfshætti sem tengjast illþýði helvítis. Frétta - og spjallþættir voru uppfullir af umræðu um "satanic panic" og svo rammt kvað að þessu að bandaríska alríkislögreglan sá sig knúna til að setja saman teymi til að rannsaka hvort eitthvað væri hæft í þessu. Ýmis fyrirtæki urðu fyrir barðinu á þessu, þóttu ganga erinda Satans þótt þau framleiddu snyrtivörur eða annað saklaust. Hlutverkaspilið Dungeons & Dragons var fordæmt af þeim sem sáu Satan alls staðar. Þetta virkar hlálegt en á þessu er grafalvarleg hlið því þetta kostaði bandarískt samfélag margar milljónir dollara og saklaust fólk var svipt frelsi sínu og ærunni. Þetta var nánast eins og galdraofsóknir 17. aldar. En hefur "satanic panic" horfið með öllu eða aðeins breytt um svip? Í stað Satans er nú kominn hinn óþekkti Q og QAnon.Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á PatreonVefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook