#37 Orrustan undarlega
Draugar fortíðar - Een podcast door Hljóðkirkjan - Woensdagen
Categorieën:
Maímánuður 1945. Adolf Hitler hefur framið sjálfsmorð og flestir þýskir hermenn gefist upp fyrir herjum Bandamanna. Þó berjast enn fanatískar sveitir SS-manna sem neita að trúa því að nasisminn sé úr sögunni. Í þessum þætti tökum við fyrir einn af seinustu bardögum stríðsins sem átti sér stað í austurrísku ölpunum. Hann skipti ekki sköpum í mannkynssögunni en þó hafa verið skrifaðar um hann bækur og til stendur að gera kvikmynd um hann. Ástæðan er sú að þátttakendur og kringumstæður allar eru svo lygilegar að maður trúir því varla að þetta hafi gerst í raun.