#66 Versti vinur mannsins

Draugar fortíðar - Een podcast door Hljóðkirkjan - Woensdagen

Fá dýr eiga jafn mikla sögu í samskiptum við manninn eins og úlfurinn. Það sést greinilega á þeim aragrúa þjóðsagna þar sem þetta merkilega dýr kemur við sögu. Yfirleitt er úlfurinn tákn hins illa og má nefna þar t.d. hinn ógnvænlega Fenrisúlf sem mun bana Óðni við endalok heimsins, samkvæmt norrænni goðafræði. Úlfurinn er þó einnig tákn um tryggð og hollustu enda eru fá spendýr sem mynda jafn sterk fjölskyldutengsl. Í þessum þætti skoðum við úlfinn nánar og þá sérstaklega viðkomu hans í þjóðsögum og menningu ýmissa þjóða. Einnig verður sagt frá úlfaforingjanum Courtaud og gengi hans sem hélt París í heljargreipum veturinn 1450-51.Það eru Borg Brugghús/Bríó og Pizzan sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤Kíkið inn á www.pizzan.is og notið afsláttarkóðann „hljodkirkjan“ til þess að fá 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli!Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook