#69 Egill Skalla-Grímsson

Draugar fortíðar - Een podcast door Hljóðkirkjan - Woensdagen

Djáknar fengu að velja um 3 íslendingasögur sem Draugarnir gætu tekið fyrir og Agli tókst að sigra þar Laxdælu og Gísla sögur Súrssonar. Egill er ein ótrúlegasta persóna íslenskra miðaldabókmennta. Hann er víkingur, ofbeldisfullur og ofstopafullur. Þó á hann sér aðra hlið því hann er mikið skáld og er líður á söguna kemur betur í ljós að í hinum kalda víkingi má einnig finna tilfinningar og ást. Egils Saga er einatt talin ein af betri íslendingasögum.Það eru Borg Brugghús/Bríó og Karolina Fund sem bjóða upp á Drauga fortíðar. 🖤Draugarnir eru einnig á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunumUmræðuhópur Drauganna á Facebook