Verðhrun í Counter Strike
Þetta helst - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Margir Counter-Strike-spilarar urðu fyrir fjárhagslegu tjóni þegar framleiðendur tölvuleikjarins gerðu breytingar á úthlutun stafrænna muna í leiknum. Þessir stafrænu munir ganga kaupum og sölum utan leiksins fyrir himin háar fjárhæðir. Sem dæmi getur hnífur sem notaður er í leiknum kostað um 120 milljónir íslenskra króna. Eftir því sem við komumst næst stundar stór hluti íslenskra spilara viðskipti með hina stafrænu muni leiksins. Þó ömulegt sé að áætla hve umfangsmikil þau viðskipti eru. En við vitum til þess að nokkrir þeirra hafi stundað milljóna viðskipti. Við ætlum að ræða um þetta hagkerfi leiksins við einn þekktasta Counter Strike spilara landsins, Þóri VIðarsson, sem kallar sig Turbo Drake í leiknum. Svo heyrum við í manni sem hefur verið stórtækur í viðskiptum í leiknum og tapaði umtalsverðum fjárhæðum við verðfallið fyrir viku. Hann lýsir því að spilarar leiksins upplifi sig svikna af framleiðandanum eftir þessa nýju uppfærslu. Viðskiptin eiga sér líka myrkari hliðar og flæða inn á veðmálasíður þar sem spilarar tapa oft háum fjárhæðum. Guðmundur Atli Hlynsson fréttamaður á Rúv útskýrir hvernig leikurinn gengur fyrir sig. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
