Barátta eftirlifenda Kielland-slyssins

Þetta helst - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Í gær var stór stund í lífi rúmlega tvö hundruð fjölskyldna sem upplifðu hörmungar þegar olíuborpallurinn Alexander Kielland hrundi í Norðursjó, árið 1980. 45 árum síðar samþykkti norska Stórþingið að greiða ætti bætur til þeirra sem upplifðu eða misstu ástvin í þessu mannskæðasta vinnuslysi í sögu Noregs. Meðal þeirra sem létust var Íslendingurinn Hans Herbert Hansen. Hann var 33 ára Akureyringur, og skildi eftir sig þrjú ung börn á Íslandi. Elsta dóttir hans, Guðný Hansen, hefur í heilan áratug barist fyrir uppgjöri málsins. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana og þingmanninn Mími Kristjánsson.