Börn á þyngdarstjórnunarlyfjum
Þetta helst - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Um 50 börn á Íslandi sem glíma við offitu eru á þyngdarstjórnunarlyfjum á borð við Ozempic og Wegovy. Tryggvi Helgason barnalæknir annast meðferð hluta þessara barna. Að hans mati er hún allt að því byltingakennd aðferð í meðhöndlun á alvarlegri offitu. Hann telur að Embætti landlæknis hafi dregið lappirnar í viðbragði við mikilli aukningu offitu. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis er ósammála og segir mikilvægt að nálgast viðfangsefnið af nærgætni við þau sem glíma við offitu. Þóra Tómasdóttir talaði við þau.