Glæsihótel verður hjúkrunarrými
Þetta helst - Een podcast door RÚV

Categorieën:
Fyrir hálfum mánuði réðst Inga Sæland með sleggju á veggi í hinni sögufrægu byggingu Loftleiða í Reykjavík.Tilgangurinn með hamaganginum í ráðherranum var að vekja athygli á því að ríkið hefði komist að samkomulagi við fasteignafélagið Reiti um að húsnæðinu yrði breytt í hjúkrunarrými. Ráðast á í gangerar endurbætur á húsinu svo það geti svalað brotabrot af þörf þjóðarinnar fyrir hjúkrunarrými. Í þessum þætti ætlum við að banka uppá á vinnusvæðinu og skoða hvernig fasteignafélaginu gengur að breyta skrifstofum í hjúkrunarheimili. Við hittum þar fyrir Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóra þróunar hjá Reitum. Við heyrum líka Halldóri Eiríkssyni arkitekt hjá Tark, sem hefur komið að ýmsum breytingum á húsinu, svo sem því að bæta heilli hæð ofan á það. Umsjón: Þóra Tómasdóttir