Guðmundur Ingi feginn að vera með vinnu

Þetta helst - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr menntamálaráðherra, er 69 ára gamall með ríkulega lífsreynslu. Hann hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins síðan 2017 en svo á hann líka að baki reynslu sem er ekki auðvelt að gera skil í hefðbundinni ferilskrá. Reynslu af því að verða fyrir slysum, þurfa að reiða sig á almannatryggingakerfið og ekki síst, vinna sig aftur út í atvinnulífið eftir langa fjarveru. Á fyrstu dögum hans sem ráðherra missteig hann sig í ræðuhöldum á ráðstefnu en mætti gríðarlega mikils stuðnings fyrir vikið. Umsjón: Þóra Tómasdóttir