„Helvíti“ að búa undir herbergjahóteli

Þetta helst - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Hjón á miðjum aldri lýsa því hvernig það hefur verið að búa undir herbergjahóteli í miðbæ Reykjavíkur í tæpan áratug. Blaðamaður Þetta helst heimsótti konuna og eiginmann hennar í íbúðina þeirra. Í húsinu með þeim búa 7 til 8 einstaklingar í litlum herbergjum. Leigusali þeirra er fyrirtækið 101 house sem sérhæfir sig í útleigu á herbergjum í póstnúmeri 101 í Reykjavík. Eigandi fyrirtækisins er Indriði Björnsson, sextugur karlmaður sem búsettur er í Reykjavík. Fyrirtæki hans á ellefu fasteignir í Reykjavík og eru herbergi þess auglýst á heimasíðu félagsins. Konan lýsir alls konar slæmum afleiðingum af því að búa undir herbergjahóteli þar sem svo margir ótengdir aðilar búa. Hún nefnir hávaða og umgang og svo líka skort á viðhaldi á eigninni þar sem leigusalinn vill ekki leggja í óþarfa kostnað. Talsverð umræða hefur verið í samfélaginu um slík herbergjahótel sem oft og tíðum eru rekin í fjölbýlishúsum þar sem einstaklingar og fjölskyldur búa í leigu- eða eignarhúsnæði. Þessi umræða hefur komið upp í kjölfar brunans í íbúð á Hjarðarhaga í þar síðustu viku. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson