Ósanngjörn undankeppni HM

Þetta helst - Een podcast door RÚV

Podcast artwork

Categorieën:

Línur eru farnar að skýrast hvað varðar þær þjóðir sem taka þátt á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Hefðbundnum undankeppnum lauk í vikunni en enn á eftir að leika nokkra umspilsleiki. Liðum hefur verið fjölgað og undankeppnin litast af því. Þjálfari ítalska landsliðisins heldur því fram að nýtt fyrirkomulag sé ósanngjarnt fyrir Evrópu. Í þætti dagsins er farið yfir helstu tíðindi undankeppninnar og spurt hvort hún sé ósanngjörn fyrir Evrópu, og þar af leiðandi íslenska liðið. Viðmælendur: Stefán Pálsson og Jóhann Már Helgason. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson