Ráðgátan um horfna fiðluleikarann -1.þáttur

Þetta helst - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Írski fiðluleikarinn Sean Bradley heillaði stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands með leik sínum og hreppti fasta stöðu í sveitinni á níunda áratugnum. Hann lék með Sinfó í rúman áratug og kenndi við tónlistarskóla víða um landið. Árið 2018 hvarf hann sporlaust. Þá virðist hann hafa flogið til Spánar með konu sem leigði af honum íbúð. Vinir Sean vantreysta konunni og kalla eftir svörum um hvað varð um hann. Við heyrum af rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi og ræðum við nokkra vini Sean. Umsjón: Þóra Tómasdóttir