Ráðgátan um horfna fiðluleikarann - 2.þáttur
Þetta helst - Een podcast door RÚV

Categorieën:
Írski fiðluleikarinn Sean Bradley hvarf sporlaust frá Íslandi árið 2018. Hvarf hans er ráðgáta sem lögreglu hefur ekki enn tekist að upplýsa. Mikilvægasti upplýsingagjafi lögreglunnar um málið er konan sem síðast sá hann á lífi. Hún er talin hafa farið með honum til Spánar. Leit okkar að Sean Bradley fer hins vegar fljótt að breytast í leitina að konunni. Þessi þáttur fjallar um hana og hvers vegna lögregla beindi sjónum sínum sérstaklega að henni við rannsókn málsins. Konan á sér athyglisverða sögu. Umsjón: Þóra Tómasdóttir. Viðmælendur: Anna Maguire og Rúnar Þór Steingrímsson.