Stríð hrossabóndans við álverið í Hvalfirði

Þetta helst - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Hrossabóndinn Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, hefur staðið í stappi við álfyrirtækið Norðurál sem rekur álverið á Grundartanga í Hvalfirði. Ragnheiður hefur í 18 ár haldið því fram að hrossinn hennar hafi hennar veikst vegna flúormengunar frá álverinu. Hún hefur þurft að láta lóga hrossunum vegna þessarar meintu mengunar. Hrossinn sem hún hefur þurft að láta lóga eru meira en 20 talsins. Fjallað er um sögu Ragnheiðar og þessa baráttu hennar í heimildarmyndinni Bóndinn og verksmiðjan. Fyrr í júní hlaut myndin verðlaun á heimildarmyndahátíð Skjaldborg á Patreksfirði. Hrafnhildur Gunnarsdóttir gerir myndina ásamt Barða Guðmundssyni. Rætt er við Hrafnhildi um baráttu Ragnheiðar og heimildarmyndina. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson