Vaxtavalsinn: Hvað ætlar um fjórðungur íslenskra heimila að gera?

Þetta helst - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Á þessum árshelmingi og fyrri hluta 2025 munu tæplega 350 milljarðar af húsnæðislánum losna undan vaxtabindingu. Þetta er um fjórðungur af öllum þeim sem eru með húsnæðislán á Íslandi. Um er að ræða fólk sem festi hjá sér vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum þegar stýrivextir voru miklu lægri en þeir eru núna. Fjallað er um stöðu þessa stóra hóps í þættinum í dag. Hvað ætlar hann að gera þegar vextirnir hjá honum losna? Við ræðum málið við Steinunni Bragadóttur, hagfræðing hjá ASÍ, Gunnar Bjarna Viðarsson hjá Arion banka og Ölmu Mjöll Ólafsdóttur sem upplifði panikk þegar hún áttaði sig á því að húsnæðislánið hennar var að fara úr 4,4 og upp í 10,75 prósent vexti.