#22 – Flugmaður í nær 60 ár - Hallgrímur Jónsson, Moni
Flugvarpið - Een podcast door Jóhannes Bjarni Guðmundsson
Hallgrímur Jónsson flugmaður og fyrrverandi yfirflugstjóri hjá Icelandair segir frá viðburðum og upplifunum á ótrúlega löngum ferli í fluginu. Hallgrímur, eða Moni eins og hann er kallaður, hóf ferilinn 1960 og er enn að. Eftir 42 ára starf sem atvinnuflugmaður í farþegaflugi hefur hann unnið við þjálfanir og tekið á annað þúsund flugnema í próf á öllum stigum flugnámsins. Hann er enn starfandi og nú á mælingaflugvél fyrir ISAVIA og er ötull einkaflugmaður á mörgum af sömu flugvélategundunum og hann hóf ferilinn á 1960.
