Frú Barnaby: S4E2 - Vængjasláttur í kálgarðinum

Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - Een podcast door frubarnaby

Categorieën:

Það er haust, Móa og Lóa eru staddar í matjurtagarði á vegum reykjavíkurborgar - það heyrist þrusk, kjökur og illkvitnislegur hlátur í fjarska. Þetta er einfalt mál að leysa - sökudólgar eru fleiri en einn. Með Barnaby gleraugunum fáið þið innlit í veruleika grænmetisbænda, kvenna í atvinnulífinu, kaupendur lífrænna afurða og ævintýralega exótískt dýralíf á Langanesi. Síðast en ekki síst ræður frúin í drauma í gegnum kosmískan naflastreng til móðurlífsins.