Alræðisstjórnir sem svífast einskis, og Twitter
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Í fyrri hluta Hádegisins örskýrir Atli Fannar Bjarkasonum samfélagsmiðilinn Twitter, vinsældir hans og hvers vegna miðilinn skipar sérstakan sess í þjóðfélagsumræðu Íslendinga - þótt mun fleiri Íslendingar séu á Facebook en á Twitter. Í örskýringum sínum tekur Atli Fannar fyrir menn og máliefni, misflókin, og kryfur þau til mergjar á ekkert alltof flókinn hátt. Hvað er Twitter? Í síðari hluta þáttarins bregðum við okkur til Brussel, en ætlum þó ekki að fjalla um Belgíu neitt sérstaklega. Okkar maður þar, Sveinn Helgason, fjallar í pistli sínum frá höfuðborg Evrópusambandsins um alræðisstjórnir, og ræðir við Nate Schenkkan, annan aðalhöfund skýrslu hugveitunnar Freedom House sem fjallar það hvernig alræðisstjórnir kúga og áreita andstæðinga sína - jafnvel þótt þeir hafi flúið heimaland sitt. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.