Drottning í sjötíu ár og helmingur barna fær sendar nektarmyndir
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Elísabet Englandsdrottning hélt í gær upp á sjö áratuga starfsafmæli, en í gær voru sjötíu ár frá því faðir hennar, Georg fimmti, féll frá og Elísabet varð að þjóðhöfðingja Bretlands og breska heimsveldisins. Drottningin fékk sér köku í tilefni dagsins, og sendi breskum almenningi vinsamlega áminningu um hvernig þau eigi að haga sér - eftir að hún fellur frá. Meira en helmingur stelpna á aldrinum þrettán til átján ára hefur fengið sendar nektarmyndir gegnum netið. Um tíu prósent unglinga í grunnskóla hafa sent af sér nektarmynd og fjórðungur unglinga í framhaldsskóla. Langalgengast er að börnin þekki ekki þann sem sendir myndirnar eða biður um þær, eða í sjötíu prósent tilvika. Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar könnunar fjölmiðlanefndar um börn og netmiðla, sem lögð var fyrir tæplega sex þúsund grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum níu til átján ára um land allt. Í seinni hluta þáttarins segir Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd, okkur nánar frá því hvað könnunin segir okkur um stöðuna í þessum efnum hér á landi. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.