Ein stærsta gagnagíslataka sögunnar
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Tölvuárás, sem var gerð á bandarískt upplýsingatæknifyritæki í byrjun mánaðar, er sögð vera ein stærsta gagnagíslataka sögunnar. Árásin lamaði starfsemi fjölmargra fyrirtækja, bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan, meðal annars starfsemi allra 800 verslana sænsku matvörukeðjunnar Coop. En hvað er gagnagíslataka? Hverjir standa á bak við árásina? Hvað vilja þrjótarnir? Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis og sérfræðingur í tölvuöryggismálum, útskýrir málið nánar í Hádeginu í dag. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.