Fjöldagrafir í Kanada og njósnahneyksli í Danmörku
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Í fyrri hluta þáttarins fjöllum við um vofeiflegt mál í Kanada. Fjöldagröf með líkum tvö hundruð og fimmtán barna fannst á dögunum í gömlum heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada. Þar átti að aðlaga börnin kanadísku samfélagi. Justin Trudeau, forsætisráðherra landsins, segir fundur fjöldagrafarinnar sé sársaukafull áminning um skammarlega fortíð landsins. Hann heitir aðgerðum. Á sunnudagskvöld greindi danska ríkisútvarpið frá því að leyniþjónusta danska hersins, eða FE, hefði aðstoðað þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, við njósnir á háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. Í dönskum fjölmiðlum er þetta mál kallað stærsta njósnahneyksli í sögu þjóðarinnar. Við förum þetta mál í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.