Flóðin í Þýskalandi og Belgíu

Hádegið - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Að minnsta kosti 190 manns fórust í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu í síðustu viku og eyðileggingin af völdum þeirra er mikill. Flóðin ollu einnig eignatjóni í Hollandi og Luxemborg. Staðfest hefur verið að 159 manns létu lífið í Þýskalandi og þrjátíu og einn í Belgíu þar sem landsmenn minntust hinna látnu með mínútu þögn í dag. Þessar tölur gætu þó enn hækkað enda margra enn saknað. Belgísku konungshjónin og forsætisráðherra landsins fóru í dag til bæjarins Verviers sem varð illa úti í hamförunum. Hreinsunarstarf er nú komið í fullan gang á flóðasvæðunum í Belgíu, meðal annars í borginni Liége og nágrenni þar sem okkar maður, Sveinn Helgason, var á ferðinni í gær. Hann ræddi við íbúa um hamfarirnar, orsakir þeirra og uppbyggingarstarfið sem fram undan er. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.