Hamfarir á Filippseyjum og falsfréttir í aðdraganda kosninga
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Minnst tvö hundruð manns misstu lífið í ofurfellibylnum Rai sem skall á sunnanverðum ströndum Filippseyja á fimmtudagsmorgun. Hundruðir særðust og enn er fimmtíu saknað en bylurinn er talinn hafa haft áhrif á um sjö hundruð þúsund manns. Frá því að hann gekk yfir hefur gengið á með flóðbylgjum og aurskriðum og óttast er að fleiri mannslíf hafi glatast í eftirköstunum. Einn af hverjum tveimur varð var við rangar upplýsingar eða falsfréttir í aðdraganda alþingiskosninganna á Íslandi í september á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu í aðdraganda alþingiskosninga, og byggir skýrslan á niðurstöðum könnunar Maskínu. Skúli Bragi Geirdal, skýrsluhöfundur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, er gestur okkar í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur..