Heilaörflaga Musk og sjálfbærni í fasteignakaupum

Hádegið - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Auðkýfingurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, geimferðafyrirtækisins SpaceX, manneskja ársins í fyrra samkvæmt Bandaríska tímaritinu Time og jafnframt ríkasti maður heims, er kominn vel á veg með nýjasta verkefni sitt. Hann hefur að undanförnu verið að þróa rafkubba með vélvit til að græða í fólk, sem eiga að verða alls konar meina bót. Við fjöllum um fyrirhugaðar tilraunir með ígræðslu örflögunnar í menn í fyrri hluta þáttarins. Nú á dögum eru margir orðnir talsvert meðvitaðri um umhverfis-og loftslagsmálin. Jafnvel farnir að leggja meira á sig í þeim efnum, vanda neyslu, breyta lifnaðarháttum og ákvarðanatöku: flokka meira og betur, hjóla í vinnuna, jafnvel kolefnisjafna Teneflugið með trjákaupum. En hvað með veigamiklar ákvarðanir eins og til að mynda fasteignakaup og leigutöku- og sölu. Er hægt að huga að umhverfinu og sjálfbærni í þeim efnum? Í seinni hluta þáttarins kemur Bjarni Herrera, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG, til okkar og fræðir okkur um það. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.