Jórdanía, Tyrkland og vopnasala
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamann og sérfræðing í málefnum Mið-Austurlanda um umdeilt frumvarp í Jóradínu, og síversnandi efnahagsástand í Tyrklandi. Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um vopnasölu í miðjum heimsfaraldri og heyrum þá pistil Katrínar Ásmundsdóttur sem var frumfluttur í síðasta mánuði. Hundrað stærstu vopnaframleiðendur heims högnuðust á síðasta ári. Í árlegri úttekt Alþjóða friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi kemur fram að hagnaður þeirra hafi numið um einu komma þremur prósentum á sama tíma og efnahagur heimsins dróst saman um þrjú prósent. Ríkisstjórnir heimsins virðast því ekki hafa séð tilefni til þess að skera niður í vopnakaupum í Covid-kreppu. Jafnvel þvert á móti - því samkvæmt úttektinni hafa sum ríki gripið til aðgerða til verndar og stuðnings vopnaframleiðendum. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.