Microsoft kaupir AB og áhrif mótmæla á heilbrigðisstarfsfólk í Kanada
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Í dag fjöllum við um viðskiptalegu hliðarnar á því sem er að gerast í tölvuleikjaheimum, og hjá samfélagsmiðlum, en hlutabréf í stærsta samfélagsmiðli heims, Facebook, hafa hríðfallið að undaförnu; og daglegum notendum Facebook fækkaði í síðustu viku í fyrsta sinn fra?stofnun fyrirtækisins fyrir átján árum sína. Við ræðum um Facebook og þann ólgusjó sem Mark Zuckerberg og félagar standa í núna. En við ætlum að byrja í tölvuleikjaheiminum. Þar dró til mikilla tíðinda nýverið ekki satt þegar hugbúnaðarrisinn Microsoft festi kaup á Axtivation Blizzard. Hvað þýðir þetta og hvað er Activaiton Blizzard? Kristjana Björk Barðdal, tæknisérfræðingur Hádegisins, svarar því. Sóttvarnaaðgerðum í Kanada hefur verið harðlega mótmælt þar í landi að undanförnu. Upphafleg mótmæli vöruflutningabílstjóra, vegna bólusetningarskyldu við landamæri Bandaríkjanna, í höfuðborginni Ottawa í lok janúar hafa undið upp á sig - breiðst út víða um landið og jafnvel heiminn og þróast út í almennari, fjölmenn og langvarandi mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum. Í borginni Vancouver beinast mótmælin ekki síst að sjúkrastofnunum og heilbrigðisstarfsfólki - og þótt þau hafi að mestu verið talin friðsöm - hefur starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins verið áreitt, þeim ógnað og jafnvel hefur verið veist að þeim. Heilbrigðisyfirvöld hafa því kallað eftir því að heilbrigðisstarfsfólk haldi sig innandyra, klæðist ekki vinnufatnaði eða beri starfsmannaskírteini utan vinnustaðarins. Við förum yfir stöðuna í seinni hluta þáttarins og ræðum þá við Elísabetu Herdísar Brynjarsdóttur hjúkrunarfræðing og meistaranema í Vancouver. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.