Nýr formaður KSÍ og níu hundruð þúsund tonn af loðnu
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Aukaþing Knattspyrnusambands Íslands var haldið á Hilton Nordica í Reykjavík á laugarag, þar var sjálfkjörin svokölluð bráðabirgðastjórn og formaður, sem munu sitja fram að ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Í nýrra stjórn eru fimm konur og tíu karlar, en síðustu stjórn voru þær aðeins tvær. Helstu fréttirnar eru þó auðvitað þær að við stjórnartaumunum tekur Vanda Sigurgeirsdóttir, hún verður nýr formaður fram í febrúar hið minnsta. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikill styr hefur staðið í kringum A-landslið karla að undanförnu, og þess vegna var nú þetta aukaþing haldið. Stjórn KSÍ sagði af sér og formaðurinn Guðni Bergsson í lok ágústmánaðar vegna frétta af hymlingu knattspyrnusambandsins yfir kynferðisbrot leikmanna. Framundan eru tveir landsleikir á Laugardalsvelli; á föstudaginn koma Armenar í heimsókn og Lichtenstein á mánudag. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður er sest hjá mér og við ætlum að ræða aðeins um þennan nýja formann; og komandi leiki. Það ríkir mikil gleði í útgerðarþorpum víða um land, aðalleg á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum þó, vegna þeirrar ákvörðunar Hafrannsóknarstofnunar að leyfa veiðar á rúmlega níuhundruð þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Loðnukvótinn hefur ekki verið meiri í nærri 20 ár. Í fyrra var úthlutað tæplega 130.000 tonnum. Þessi aukni loðnukvóti á næstu vertíð gæti valdið minna atvinnuleysi og lægri verðbólgum, og hafa hagfræðingur spáð því að þessi ákvörðun Hafrannsóknarstofnunnar skili sér í vasa almennings. En hlýnun sjávar undanfarin ár hefur haft slæm áhrif á loðnustofna og með hækkandi hitastigi á jörðinni eru framtíðarhorfurnar ekki endilega góðar, þótt vel gefi nú. Hreiðar Þór Valtýsson fiskifræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri lítur við í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.