Örskýring: Vefverslun með áfengi

Hádegið - Een podcast door RÚV

Categorieën:

Ríkið er með einkaleyfi á smásölu á áfengi hér á landi. Þrátt fyrir það hafa Íslendingar getað og mátt kaupa sér áfengi í gegnum erlendar netverslanir - sem virðast spretta upp um þessar mundir og segjast bjóða áfengi á lægra verði en gengur og gerist almennt. Og nú reka sumar þeirra lager hér á landi og geta því boðið upp á heimsendingar samdægurs. ÁTVR hefur brugðist harkalega við og vill lögbann á starfsemina og hyggst einnig fara með málið fyrir dómstóla. En hvað verður til þess að innlendir aðilar ákveði að opna vefverslanir í útlöndum til þess eins að geta selt áfengi og það á lægra verði? Og af hverju kostar áfengi á Íslandi svona mikið? Hvaða áhrif hefur verðið á neysluna? Og hvað gerist næst? Atli Fannar Bjarkason skoðar málið í blautustu örskýringu Hádegisins hingað til. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.