Rölt um Marolles
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Sagan er bókstaflega við hvert fótmál í Marolles hverfinu í Brussel sem er suðupottur ólíkra menningaráhrifa. Margir gyðingar bjuggu áður í hverfinu sem svo voru myrtir í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Nöfnum og lífi þessa fólks er haldið á lofti í dag með nokkuð óvenjulegum hætti. Sveinn Helgason, okkar maður í Brussel, býr í Marolles og kynnti sér málið með því að heimsækja Gyðingasafnið í borginni og rölta eftir gangstéttum hverfisins með Fridu, Van Kamp, sérfræðingi um safnið. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.