Samfélagsmiðlavendingar og örskýring
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Við förum yfir nýleg stórtíðindi úr heimi samfélagsmiðlanna í þætti dagsins: Skoðum kínverskan samskiptamiðil sem lokaði á spjallhópa hinsegin fólks, ný lög í Noregi sem skylda áhrifavalda til að merkja allar myndir sem átt hefur verið við, ellegar eigi þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisvist, og tímamótadóm í Frakklandi þar sem ellefu manns voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að viðhafa ljót ummæli á netinu. Þá útskýrir Atli Fannar Bjarkason af hverju í ósköpunum allir og nágrannar þeirra virðast vera að endurfjármagna fasteignalán sín um þessar mundir. Í örskýringu dagsins svarar Atli Fannar spurningum á borð við: Er borðleggjandi að festa vexti núna eða er sniðugt að bíða aðeins? Ef svo - hversu lengi? Og veit það einhver? Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.