Sögulegur fólksflótti og vegið að réttindum trans barna í Texas
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Straumur fólks frá Úkraínu er orðinn mesti flóttamannavandi Evrópu á þessari öld. Næstum 2,7 milljónir Úkraínumanna hafa flúið átökin í landinu, frá því innrásin Rússa hófst 24. febrúar síðastliðinn, og undanfarinn sólarhring komust hundrað þúsund á brott af stríðshrjáðum svæðum þess. Þegar er farið að tala um flóttamannakrísu, orð sem var áberandi þegar stríðið í Sýrlandi var í hámæli og milljónir flóttamanna frá Sýrlandi og Írak komu yfir til Evrópu. Guðmundur Björn fer nánar yfir stöðuna í fyrri hluta þáttarins. Við höldum til Texas í seinni hlutanum. Það hefur bæst í verkefnabunka Barnaverndar Texasríkis að undanförnu, eða síðan Greg Abbott ríkisstjóri ákvað að að hefja ætti glæparannsóknir gegn foreldrum sem hafa veitt trans börnum sínum kynleiðréttingarmeðferð af einhverju tagi. En samkvæmt túlkun Abbotts á löggjöf ríkisins telst hvers konar meðhöndlun ungmenna til kynleiðréttingar innan heilbrigðiskerfisins vera misnotkun gegn barni. Hart hefur verið vegið að réttindum hinsegin fólks og hinsegin barna í ríkinu síðustu misseri. Og ekki virðist lát á því í bráð. Og lengi getur vont versnað, því þróunin virðist vera á sama veg í öðrum íhaldssamari ríkjum Bandaríkjanna. Katrín fer yfir málið. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.