Thunberg hjólar í ráðamenn og afganskar konur ofsóttar af tugthúslimum
Hádegið - Een podcast door RÚV
Categorieën:
Viðbyrjum í Mílanó, en þar fer fram loftslagsráðstefna unga fólksins, Youth4Climate. Aðgerðarsinninn Greta Thunberg tók þar til máls og sagði ráðafólki, þar á meðal breska forsætisráðherranum Boris Johnson, til syndanna. Yfirtaka Talíbana í Afganistan hefur aukið á örbirgð í landinu. Og þrátt fyrir yfirlýsingar Talíbanastjórnar um að virðing verði borin fyrir réttindum kvenna í Afganistan er raunin önnur, líkt og aðgerðir þeirra bera merki um: Á aðeins örfáum vikum hefur konum hefur verið gert að halda sig heima, hylja líkama sinn og andlit og þeim meinaður aðgangur að menntun og störfum. Þá eru hundruðir (kvenkyns) dómara í felum eða á flótta undan mönnum sem þær dæmdu í fangelsi á ferli sínum en Talíbanar hafa nú sleppt lausum. Við förum betur yfir stöðu kvenna í Afganistan undir stjórn Talíbana í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.