Sterk staða Trumps, kosningar í fjölmennustu múslimaríkjum heims

Heimsglugginn - Een podcast door RÚV - Donderdagen

Categorieën:

Jón Óskar Sólnes var gestur Heimsgluggans að þessu sinni og þeir Bogi Ágústsson ræddu stöðuna í bandarískum stjórnmálum. Jón Óskar, sem var eitt sinn fréttamaður RÚV, hefur búið í Washington síðustu ár og fylgist vel með stjórn- og þjóðfélagsmálum. Hann telur að staða Donalds Trumps meðal Repúblikana sé miklu sterkari en þegar hann tilkynnti forsetaframboð fyrir hálfu öðru ári. Demókratar eigi undir högg að sækja vegna mikillar ásóknar flótta- og förufólks frá Mið- og Suður-Ameríku. Þá snúist umræðan fyrir forsetakosningar í haust að miklu leyti um aldur Joes Bidens forseta. Í lokin ræddi Bogi kosningar í tveimur fjölmennustu ríkjum múslima í heiminum, Indónesíu og Pakistan, sem bæði teljast lýðræðisríki. Lýðræðið er þó langt í frá fullkomið og bæði ríkin hafa búið langtímum saman við einræði og stjórn hers eða herforingja.