128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan
Heimskviður - Een podcast door RÚV - Zaterdagen
Categorieën:
Við byrjum þáttinn á því að skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á að segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið. Stjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan að bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er að mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er nú stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir að okkur hætti til að gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.