76 | Framtíð Afganistan og lífseig metsölubók

Heimskviður - Een podcast door RÚV - Zaterdagen

Categorieën:

Í fyrri hluta Heimskviða verður rætt við Brynju Huld Óskarsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðing um framtíð Afganistan, en í september næstkomandi verður herlið Bandaríkjanna og NATÓ að fullu horfið frá þessu stríðshrjáða landi, eftir 20 ára viðveru. Margir Afganar óttast að Talíbanir eflist við brotthvarf herliðsins eru þegar farin að flýja land. Ein af mest seldu skáldsögunum í Bretlandi í síðustu viku er bók sem var skrifuð árið 1938. Höfundur bókarinnar lést aðeins 27 ára gamall og bókin hans féll í gleymskunnar dá. Minni frænku höfundarins og fundvísi þýsks bókaútgefanda urðu svo til þess að bókin hefur nú verið gefin út á yfir 20 tungumálum og hefur fengið mjög góða dóma, 83 árum eftir að hún var skrifuð. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.