Sumarútgáfa: Deilur og átök

Heimskviður - Een podcast door RÚV - Zaterdagen

Categorieën:

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í sjöunda sumarþættinum eru deilur og átök. Fjallað er umdeilda friðaráætlun Bandaríkjastjórnar og Ísraelsstjórnar fyrir Palestínu, af hverju svo margir Bandaríkjamenn falli ár hvert í skotárásum, og nýja heimastjórn á Norður-Írlandi. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.