#7 Að sækja orkuna okkar
Hjallastefnan heima - Een podcast door Hjallastefnan
Categorieën:
Hvernig fyllum við á tankinn? Í þættinum ræðum við mikilvægi þess að sýna okkur mildi í foreldrahlutverkinu. Að gefa okkur tíma í að finna hvert við sækjum orkuna okkar án samanburðar við aðra. Íris Helga Baldursdóttir er skólastýra á leikskólanum Hjalla og vinkona þáttarins. Íris ræðir hvernig hún nýtir hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem mannrækt í eigin lífi, sem móðir og stjórnandi. Við förum ítarlega í loturnar sex í starfi Hjallastefnunnar: Agi, sjálfstæði, samskipti, jákvæðni, vinátta og áræðni. Hvernig má þjálfa þessa eiginlega markvisst hjá börnunum okkar og ekki síður hjá okkur sjálfum. Einnig ræðum við samfélagsmiðla, styttingu vinnuvikunnar, orðræðu, lífshjólið og svo ótal margt í þessum stútfulla þætti.