Fleiri fótboltabækur
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Een podcast door Bókasafn Hafnarfjarðar
Categorieën:
1:11 - Kristján Atli Ragnarsson (@kristjanatli á Twitter)Kristján Atli er Hafnfirðingur, FH-ingur, Liverpool-stuðningsmaður, rithöfundur og margt fleira. Um árabil skrifaði hann reglulega á kop.is, stuðningsmannasíður Liverpool á Íslandi, enda er hann einn af stofnendum þeirrar síðu. Hann kom með áhugaverða innkaupatillögu fyrir bókasafnið og mig langaði að spjalla aðeins við hann um innkaupatillöguna, fótboltabækur sem hafa verið skrifaðar og fótboltabækur sem enn liggja óskrifaðar en væri þó gaman að lesa.Bókameðmæli Kristjáns Atla: Forever Young eftir Oliver Kay33:32 - Jonathan Wilson (@jonawils á Twitter)Jonathan Wilson ætti að vera flestum kunnugur sem fylgjast með enska boltanum og umfjöllun í kringum hann. Wilson skrifar pistla og fréttir í The Guardian og The Observer, ritstýrir The Blizzard og hefur skrifað 11 fótboltabækur auk þess að taka þátt í hlaðvarpsgerð og fótboltafréttamennsku á öðrum miðlum. Ég heyrði í honum og spurði út í bækurnar hans, ferlið að skrifa bækur, ferðalög og ferðalagaleysi, Ungverjaland og margt fleira.Bókameðmæli Wilson: The Ball is Round eftir David Goldblatt, All Played Out eftir Pete Davies og Football Against the Enemy eftir Simon Kuper.Athugið að þetta viðtal er aðeins á ensku og ekki þýtt yfir á íslensku.Ég vil líka vekja athygli á The Squall, verkefni sem Wilson og félagar hjá The Blizzard settu í gang til að styðja við bakið á fótboltablaðamönnum í þessu fótboltaleysi. Hér má lesa meira um það verkefni.----------------Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar er tekið upp í Rabbrýminu, upptökuaðstöðu safnsins. Fyrirspurnir um hlaðvarpið eða Rabbrýmið er hægt að senda í [email protected] Stef þáttarins er lagið Lemongrass eftir Samúel Reynisson.