GlaðVarpið - Atla Hrafney

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Een podcast door Bókasafn Hafnarfjarðar

Loksins eftir langa bið hefur Glaðvarpið aftur göngu sína, nú þegar má loksins hleypa fólki í hljóðver. Fyrsti GlaðVarpsgestur ársins er Atla Hrafney, ritstýra, myndasöguhöfundur og einn af máttarstólpum íslenska myndasögusamfélagsins.  Atla ræðir við okkur um myndsögur almennt, bókmenntalega stöðu þeirra og eigin ferð frá æsku yfir í atvinnuhöfund þessa oft vanmetna listforms, bæði í evrópskum, amerískum og asískum stíl. Atla er einnig sýningarstjóri myndlistasamsýningarinnar Strange Communities sem opnar á Bókasafni Hafnarfjarðar þann 8. mars n.k.