GlaðVarpið - Lilja Sigurðardóttir

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Een podcast door Bókasafn Hafnarfjarðar

Gleðilegt sumar! Er ekki komin tími á smá GlaðVarp! Gestur dagsins er rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir, höfundur Reykjavík Noir seríunnar og fjölda annara bóka, margverðlaunaður penni og handritshöfundur með meiru. Bækur Lilju hafa verið þýddar á fjölda tungumála og hlotið mikla athygli, en nýjasta bók hennar, Blóðrauður sjór, kom út síðastliðin jól. Lilja spjallar við okkur um ritstörf, hinseginleika og sýnileika hinsegin persóna í bókmenntum almennt og glæpasöguna sem listform.