Þrýstingurinn - 1. þáttur - Ólétt af hans völdum e. Eðvarð Ingólfsson
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - Een podcast door Bókasafn Hafnarfjarðar
Categorieën:
„Mikið afskaplega eru leiðinlegar svona sérhannaðar bókmenntir fyrir unglinga.“ Eva - Stella í Orlofi (1986) Hver var ekki-uppáhaldsbókin þín? Þrír nördar og bókabéusar, ekki lengur unglingar, en voru það einu sinni, fara yfir titla æsku sinnar (og eldri) og pæla hvað í ósköpunum gekk eiginlega á í unglingabókmenntum. En hver þarf ekki smá Þorgrím í lífið svona endrum og eins? Í fyrsta þætti lesum við hina hádramantísku „Ólétt af hans völdum!“ - sem heitir reyndar „Ófrísk! Af hans völdum!“ á kápunni - en prófarkarlestur er bara fyrir aula hvort eð er. Bókin segir frá Gumma, sem á framtíðina fyrir sér sem húsgagnasölumaður, rokkstjarna og MR-ingur, en örlögin grípa heldur betur í taumana í þessari æsispennandi, en þó örlítið tímaskekktu bók.